04/01/2016
Kvennanefnd Golfklúbbsins Odds mun líkt og áður standa fyrir púttmótaröð. Að þessu sinni fer fer hún fram í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Alls fara fram átta púttmót hjá kvennanefnd GO í ár og hefst mótaröðin þann 18. janúar næstkomandi. Mótaröðin stendur til 7. mars. Allar helstu upplýsingar má sjá hér að neðan.
Púttmótaröðin 2016
Staðsetning: Hraunkot hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Tími: Mánudagar 18/1 – 7/3 kl. 18:00 – 19:30 (alls 8 mót).
Hafa með sér: Pútter og reiðufé.
Verð: Pútt 700 kr. Kaffi og kaka 300 kr. – Greiðist til fulltrúa kvennanefndar á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur allar.
Kvennanefnd Golfklúbbsins Odds