• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Ný æfingaaðstaða GO í Miðhrauni

Starfsmenn Golfklúbbsins Odds eru þessa dagana að leggja lokahönd á nýja inniæfingaðstöðu í Miðhrauni 2 í Garðabæ. Búið er að koma upp æfingapúttflötinni sem var til staðar í fyrri æfingaaðstöðu í Kauptúni og einnig verður hægt að slá bolta í net.

Æfingaaðstaðan mun opna næstkomandi föstudag og hefjast þá æfingar hjá keppnishópum GO.

Æfingatímar eru eftirfarandi:
Mánudagar – 18:00
Miðvikudagar – 18:00
Föstudagar – 17:00
Aðrir tímar verða kynntir síðar.

Ekki er búið að koma upp golfhermum sem voru í Kauptúni en verið er að kanna hvort hægt sé að koma þeim fyrir í þessari nýju aðstöðu. Opnunartími inniaðstöðunar verður kynntur sérstaklega síðar en við hvetjum félagsmenn og kylfinga til vera duglegir að nýta sér aðstöðuna í vetur og vor til að bæta golfsveifluna og lækka um leið forgjöfina.

Upplýsingar um golfkennslu GO má finna hér.

inniaðstaðainniadstada2016

< Fleiri fréttir