• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Urriðavöllur opnaði við frábærar aðstæður

Urriðavöllur opnaði sl. laugardag með Opnunarmóti GO. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sló fyrsta högg ársins á Urriðavelli í mikilli veðurblíðu á laugardag. Alls tóku tæplega 140 kylfingar þátt í Opnunarmóti GO þetta árið. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands lék á besta skori í höggleik í mótinu ásamt Skúla Ágústi Arnarssyni. Þeir léku báðir á 77 höggum eða sex höggum yfir pari.

Keppt var í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Helstu úrslti í mótinu má sjá hér að neðan:

Konur:

  1. sæti  Sólveig Hauksdóttir 37 punktar
  2. sæti  Etna Sigurðardóttir 36 punktar
  3. sæti  Sybil Gréta Kristinsdóttir 35 punktar

Karlar:

  1. sæti  Jón Valdimar Guðmundsson 36 punktar
  2. sæti  Einar Sigurðsson 36 punktar
  3. sæti  Ingi Þór Hermannsson 35 punktar

Nándarverðlaun:

  1. braut.  Auður Skúladóttir 0,80m
  2. braut.  Helgi F Arnarsson 0,62m
  3. braut.  Gunnlaugur Magnússon  2,27m
  4. braut.  Árni Traustason 1,25m

Lengsta teighögg kvenna á 3. braut – Rósa Ág. Mortens

Lengsta teighögg karla á 11. braut – Árni Traustason

Verðlaunaskrá má sjá á golf.is Opnunarmót GO 2016. Myndir frá mótinu má sjá hér að neðan.

< Fleiri fréttir