26/05/2016
Á laugardag fór fram fyrsta mót sumarsins í Powerade-mótaröðinni sem Golfklúbburinn Oddur stendur fyrir í sumar fyrir félagsmenn. Alls eru 23 lið skráð til leiks í ár og er fjöldi keppenda vel á annað hundrað.
Rúmlega 80 kylfingar tóku þátt í fyrsta Powerade-móti sumarsins og var það Sólveig Guðmundsdóttir sem lék best í punktakeppninni eða á 40 punktum. Bragi Benediktsson var einnig á 40 punktum og Árni Geir Jónsson var á 37 punktum.
Efstu kylfingar í punktakeppni:
1. Sólveig Guðmundsdóttir 40 punktar
2. Bragi Benediktsson 40
3. Árni Geir Jónsson 37
Nándarverðlaun í mótinu:
Braut 4: Guðrún Kristjánsdóttir 2,50m
Braut 8: Jóhann Helgi Ólafsson 68 cm
Braut 13: Skúli Arnarsson 1,25m
Braut 15: Rósa Sigtryggsdóttir 2,29m
Powerade-mótaröðin er liðakeppni og hefur lið DoubleD Lakkalakk tekið forystuna. Poppararnir eru í öðru sæti og Grænu sveðjurnar eru svo í þriðja sæti. Næsta mót fer fram þriðjudaginn 7. júní.