• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Haustferð GO til La Sella

Golfklúbburinn Oddur mun standa fyrir haustferð á La Sella golfsvæðið við Alicante á Spáni í samstarfi við Heimsferðir, 21. – 28. október næstkomandi. Gist er á Hotel Marriott La Sella hótelinu sem er fimm stjörnu hótel í hæsta gæðaflokki

Verð í ferðina er kr. 189.000 í tvíbýli (kr. 29.500 aukalega fyrir einbýli). Hægt er að framlengja ferðina til 30. október fyrir áhugasama.

Völlurinn hannaður af Olazabal
La Sella golfvöllurinn er 27 holur og er hannaður af Spánverjanum Jose Maria Olazabal. Völlurinn skiptist í þrjá nokkuð ólíkar 9 holu lykkjur sem eru fallega staðsettar í glæsilegu umhverfi þjóðgarðarins og skiptast í gula, rauða og græna völlinn. Vellirnir eru mjög ólíkir og fjölbreyttir.   

Gula völlinn má skilgreina sem klassískan skógarvöll á meðan rauði völlurinn líkist mest ”parklandvelli”. Græni völlurinn er svo mjög opinn og líkist um margt því að spila sjávarvöll. La Sella býður einnig upp á mjög gott æfingasvæði til að æfa alla þætti íþróttarinnar.

Allt sem þarf fyrir fullkomna golfferð
Hotel Marriott La Sella Golf Resort er 5* hótel sem staðsett er í El Montgo þjóðgarðinum. Náttúrufegurð þjóðgarðarins er með eindæmum og mikil gróðursæld samanborið við önnur svæði í suðausturhluta Spánar. Hótelið býður upp á allt sem til þarf til að fullkomna golfferðina.

Auk rúmgóðra herbergja er góð heilsulind á staðnum, líkamsrækt, tveir veitingastaðir, móttöku- og sundlaugarbar. Aðeins eru rúmlega 100 m frá hótelinu og í klúbbhúsið. Næstu bæir við hótelið eru La Xara (3 mín) og svo strandbæirnir glæsilegu Denía og Xabia, en þangað eru ca. 7 mínútna akstur. Ennþá nær er La Marina verslunarmiðstöðin.

Hótelið, staðsetning þess og andrúmsloftið býður af sér góðan þokka sem hjálpar til við að fullkomna sveifluna í golffríinu þinu.

lasellagolf_hotelgardur

Skráning í þessa frábæru golfferð er hafin og er hægt að ganga frá skráningu hér að neðan.

< Fleiri fréttir