• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmót Golfklúbba 1. deild kvenna

Við eigum að sjálfsögðu fulltrúa í efstu deild kvenna í 50 + á Íslandsmóti Golfklúbba og okkar konur hafa hafið leik en mótið fer fram á Strandarvelli á Hellu dagana 22.8 – 24.8.

Við látum inn uppfærða stöðu og fréttir af gangi mála í þessari frétt hér næstu daga eða að loknu móti

Hægt er að smella á þennan hlekk hér og fá allar upplýsingar um stöðu mála

Lið GO skipa:

Dídí Ásgeirsdóttir
Berglind Rut Hilmarsdóttir
Aldís Björg Arnardóttir
Anna María Sigurðardóttir
Elín Hrönn Ólafsdóttir
Kristjana S. Þorsteinsdóttir
Ágústa Arna Grétarsdóttir
Björg Þórarinsdóttir
Auður Skúladóttir

GO konur náðu í tvo vinninga á móti GKG í fyrsta leik dagsins og því endaði leikurinn 3-2 fyrir GKG. 

Seinni leikur dagsins var gegn liði GR og þar fóru leikar 4 -1 fyrir GR konum. Greinilegt að leikar voru jafnir því bæði Berglind og Dídí fóru með sinn leik á 18. holu.  

 

 

Okkar konur eiga svo leik við Leyniskonur í fyrramálið (föstudagsmorgun) klukkan 8:50 og leikir þess dags fyrir og eftir hádegi verða uppfærðir í lok dags þar sem fréttaritari er sjálfur að berjast með karlaliði GO í Þorlákshöfn en staðan verður uppfærð í skjalinu í hlekknum hér ofar. 

 

< Fleiri fréttir