• 1. Object
  • 2. Object

0.8° - NV 6.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Haustverkin hafin á Urriðavelli – götun flata og salerni loka á velli

Nú er kominn sá tími sem vallarstarfsmenn hefja undirbúning lokunar á Urriðavelli. 

Frá og með deginum í dag 30. september, loka salerni á vellinum en hægt verður að nýta salerni í golfskála fram að lokun vallarins. Opnunartími í skála til viðmiðunar er frá 9:00 á morgnana og við horfum á að þjónusta á kvöldin sé til 19:00 / 20:00 allt eftir birtu og umferð og líklegt að það styttust með hverjum deginum í október.

Búið er að gata teiga og dagskrá dagsins í dag er að fara í götun á flötum ( Vertidrain) og sú vinna verður í gangi inn í þessa fyrstu viku októbermánaðar. Um er að ræða nokkuð grófa götun og er tilgangurinn að lofta um í flötunum til að þær haldist þurrari yfir vetratímann. Eftir völtun og slátt að lokinn götun þá munu kylfingar finna eitthvað fyrir þessu við sinn golfleik.

Veitingasalan mun formlega loka sinni starfssemi 1. október en við reynum að bjarga kaffibolla og selja úr kæli ef hægt er meðan birgðir endast næstu vikurnar og ef það er stemming er líklegt að vöfflujárnið verði hitað og rómaðar vöfflur Baldurs verði á boðstólnum.

Tímasetning á lokun er ekki alveg ákveðin en við horfum á miðjan október. Það mun þó ráðast algjörlega á veðri og vindum og eins og kylfingar finna þessa dagana er frostið að stríða okkur fyrri part dags og óvenjumargar lokanir í september miðað við í hefðbundnu ári.

 

 

< Fleiri fréttir