• 1. Object
  • 2. Object

-8.3° - SA 1.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fyrirlestur á Urriðavelli Golf sem gulrót – fræðsluerindi um styrktarþjálfun golfara

Næstkomandi fimmtudag 17. október ætlar Bjarni Már Ólafsson, sjúkraþjálfari, golfstyrktarþjálfari og eigandi Golfstöðvarinnar að halda fræðsluerindi um styrktarþjálfun golfara.
Í erindi sínu mun Bjarni varpa fram nokkrum spurningum og svörum er varða styrktarþjálfun og alveg öruggt að fróðleiksmolar Bjarna nýtast kylfingum sem ætla að hafa það á æfingaplani vetrarins.
Hvernig er styrktarþjálfun golfara frábrugðin annari stryktarþjálfun?
Hvernig er best að nýta vetrartímann í þjálfun?
Hvernig æfa afrekskylfingar?
Hvernig ættu eldri kylfingar að æfa?
Hvernig er hægt að vinna í kringum verki og meiðsli?
Kaffi á könnunni og moli með eins og hefð er fyrir. gerum ráð fyrir að fyrirlestri ljúki um 20:30

 

Bjarni Már Ólafsson

 Sjúkraþjálfari og eigandi Golfstöðvarinnar

 

  • Útskrifaðist með BSc gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2015.
  • Með TPI þjálfaragráðu frá Titleist Performance Institute í Bandaríkjunum sem snýst um líkamlega greiningu og þjálfun golfara.
  • Hefur tekið þjálfaramenntunarnámskeið ÍSÍ, nálastungu, kinesio tape, sporting hip and groin og fjölda annarra námskeiða.
  • Hefur starfað sem sjúkraþjálfari- og einkaþjálfari í Hreyfingu frá 2015.
  • Var sjálfur keppnismaður í frjálsum íþróttum, helst í sprengikraftsgreinum. Sprettum, stökkum og köstum.
  • Meira á www.bmo.is

 

< Fleiri fréttir