15/01/2025
Kæru golfvinkonur, byrjum golfárið með púttmóti í GKG!
Púttmótaröðin hefst þriðjudaginn 21. janúar og verður í Íþróttamiðstöð GKG við Vífilsstaðaveg (klúbbhús GKG). Gengið inn á efri hæð.
Mæting frá kl. 19:30 til 20:00
Þátttökugjald er 1200 kr. hvert skipti
Vinsamlega millifærið á reikning:
0133-15-004212 kennitala: 6112932599
Munið að mæta með:
Pútter
Blýant
Golfkúlu
Mótaröðin er vikulega í átta skipti, byrjar ávallt klukkan 19:30 á þriðjudögum og hefst 21. janúar (21/01, 28/1, 04/02, 11/02, 18/02, 25/02, 04/03 og 11/03).
Til að geta keppt um púttmeistaratitilinn þarf að mæta í fjögur skipti en að sjálfsögðu hvetjum við konur til að mæta og pútta þó að þær muni ekki ná fjórum skiptum. Tilvalið að mæta á svæðið á milli 19:30 – 20:00.
Það er gott pláss í kaffiaðstöðunni á neðri hæðinni svo það ætti að vera hægt að hinkra og spjalla þar ef það er mikil umferð á púttvellinum. Hlökkum til að sjá ykkur,
Hlýjar kveðjur, kvennanefnd Odds