Siðareglur
ÉG, SEM FÉLAGI Í ODDI ÆTLA AÐ;
- Taka ætíð tillit til annarra golfspilara sem og starfsmanna vallarins
- Mæta á réttum tíma á teig, þ.e. vel fyrir bókaðan rástíma svo aðrir þurfi ekki að bíða
- Klæðast viðeigandi fatnaði skv. reglum golfklúbbsins
- Leika af heiðarleika og samkvæmt golfreglum
- Heilsa öðrum kylfingum í upphafi leiks
- Staðsetja mig vel til hliðar, hægra megin þar sem því er viðkomið, og örlítið fyrir aftan þann sem er að fara að slá
- Slökkva á síma
- Bíða eftir að komi að mér að leika
- Bíða eftir meðspilurum meðan þeir leika
- Forðast að trufla meðspilara þegar þeir slá
- Ganga vel frá og raka sandgryfju þurfi að slá bolta þaðan
- Ganga vel frá og laga skemmdir á braut
- Ganga ekki í púttlínu annarra
- Nota flatargaffalinn
- Skrá á skorkort eftir að hafa gengið af flötinni til að flýta leik
- Þakka fyrir hringinn í lok leiks
- Afbóka teigtíma í tíma
- Halda góðum leikhraða
- Hleypa fram úr til að flýta leik
- Ganga vel um völlinn okkar
- Kynna mér siðareglur golfsins
- Sýna golfandann í verki
Sýni allir golfandann í verki verður golfleikurinn ánægjulegri fyrir alla á golfvellinum!