Púttmótaröð kvenna lauk nýverið þar sem áttunda mót vetrarins var leikið í veðurblíðunni í aðstöðu GKG í febrúar og mars. Alls mættu 30 konur í lokamótið og almennt var þátttaka í mótinu jöfn og góð.
Halla Bjarnadóttir hlaut titilinn púttmeistari GO þetta árið og var hún með lægsta skorið eða 101 pútt. Hún fékk glæsilegan bikar til eignar, ásamt gjafakorti í Golfu og freyðivínsflösku.

Eftir púttmótið var kósýstund þar sem verðlaun voru veitt fyrir 1. 2. og 3ja sætið

og konur nutu léttra veitinga.
Halla púttmeistari með sín verðlaun.
Í öðru sæti lenti svo Steingerður Ólafsdóttir með 105 pútt
Í þriðja sæti Úndína Bergmann með 108 pútt.
Í heildina tóku 60 konur þátt í púttmótaröðinni og ansi margar konur mættu í öll 8 skiptin en það þurfti að mæta í 4 skipti til að taka þátt í mótinu.
Golfnefnd kvennanefndarinnar þakkar þeim sem tóku þátt innilega fyrir fyrir frábæra mætingu og þeim hlakkar til að sjá ykkur á golfvellinum í sumar, hressar og kátar.
Myndir og fréttin hér er unnin upp af facebook-síðu kvennanefndar og myndirnar fengnar að láni frá nefndarkonum og Ingu Engilbertsdóttur sem tók nokkrar af þessum myndum.