• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Skráning hafin á Golfleikjanámskeið GO

Skráning er hafin á Golfleikjanámskeið GO fyrir sumarið 2025

Námskeiðin eru ætluð börnum frá 6 til 12 ára (fædd 2012 til 2018)

Námskeiðin fara fram frá klukkan 9:00 til 12:00 eftirfarandi vikur í sumar.

Námskeiðið fer fram á Ljúflingi og æfingasvæði Golfklúbbsins Odds. 

 

Dagsetningar fyrir námskeiðin í sumar eru eftirfarandi:

  1. námskeið: 10. – 13. júní (4 dagar) 
  2. námskeið: 16. – 20. júní (4 dagar)
  3. námskeið: 23. – 27. júní (5 dagar)
  4. námskeið: 30.  júní – 4. júlí (5 dagar)
  5. námskeið: 14. – 18. júlí (5 dagar)
  6. námskeið: 5. – 8. ágúst (4 dagar)
  7. námskeið: 11. – 15. ágúst (5 dagar)

Verð fyrir 5 daga námskeið er 19.000 kr.
Verð fyrir 4 daga námskeið er 15.200 kr.

Innifalið í námskeiðskostnaði er Ljúflingsaðild fyrir krakkana, með þeirri aðeild er þeim frjálst að spila ljúfling í allt sumar endurgjaldslaust.

Markmið golfleikjanámskeiðanna hjá GO

Að kynna golfíþróttina fyrir börnunum og ýta undir áhuga þeirra á því að leggja stund á þessa fjölskylduvænu íþrótt. Farið er í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga og eru leiðbeiningar gjarnan í formi ýmiss konar golfleikja. Einnig verður lögð áhersla á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum. Mikilvægt er að á golfnámskeiðinu séu einnig fjölbreyttir leikir sem efla hreyfiþroska barnanna svo sem samhæfingu, liðleika og jafnvægi, enda eru það mikilvægir þættir í hreyfingum golfsveiflunnar. Forgangsatriði námskeiðanna eru að þau séu örugg, skemmtileg, og að börnin njóti sín og þrói jákvætt viðhorf til golfíþróttarinnar.

Meira um námskeiðin hér: Golfnámskeið GO

Skráning á námskeiðin hér: Skráning á námskeið

 

< Fleiri fréttir