11/06/2015
Frábær skráning er í ZO-ON Iceland Open 2015 mótið sem fram fer á Urriðavelli laugardaginn 13. júní næstkomandi. Nú er svo komið að full skráning er í mótið enda veðurspá frábær. Til að koma til móts við þá kylfinga sem vilja spila í mótinu hefur verið ákveðið að koma upp biðlista inn í mótið. Kylfingar geta skráð sig á biðlistann með að senda tölvupóst á afgreidsla@oddur.is. Senda þarf upplýsingar um nafn og kennitölu.