02/07/2015
Ágæti félagi.
Nú eru aðeins 3 dagar í að mesta golfhátíð klúbbsins á hverju sumri hefjist, sjálft Meistaramótið. Þó að nafnið á mótinu geti hljómað ógnvekjandi þá er engin ástæða til að hræðast en margar ástæður til að vera með. Ég vil hér nefna nokkrar.
Skráningu lýkur annaðkvöld og ég skora á þig ágæti félagi að skrá þig til leiks og vera með. Þátttökugjald er hófstillt og innifaldið er lokahóf á laugardagskvöldinu, matur og skemmtun.
Ég hvet ykkur til að fanga á mynd skemmtileg augnablik í Meistaramótinu og pósta myndum á samfélagsmiðla með #gooddur. Með því ertu orðinn þátttakandi í skemmtilegum leik þar sem góð verðlaun eru í boði fyrir bestu myndina að mati dómnefndar.
Völlurinn okkar og umhverfi er okkar stolt. Við leggjum mikið upp úr því að halda svæðinu okkar snyrtilegu og völlunum góðum eins og okkur er unnt á hverjum tíma. Ég vil þakka ykkur félagsmönnum fyrir að taka þátt í þeim leiðangri með okkur starfsmönnum og stjórnarmönnum. Átakið braut í fóstur hefur skilað sýnilegum árangri við að halda teigum og brautum snyrtilegum en mig langar að biðja ykkur um að gera betur í því að laga boltaför á flötum. Á ferðum mínum um völlinn hef ég líka tekið eftir að kerruumferð og akstur golfbíla er óþarflega nálægt flötunum eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Við mikla umferð á þröngum svæðum er hætta á að holur og skemmdir myndist og það viljum við allra síst sjá í nálægð við flatirnar. Bönd sem vallarstarfsmenn strengja eru til þess fallin að færa umferð frá viðkvæmum svæðum. Allt of algengt er að sjá kylfinga hunsa tilmæli og ég vil biðja þig ágæti félagi að hafa eftirfarandi viðmið í huga þegar þú leikur völlinn.
Hér var farið með kerru á milli flatar og glompu þrátt fyrir lokun með kaðli og kerrunni ekið á svuntunni.
Bíllinn nánast ofan í svuntunni. Kannski ekki gott dæmi þar sem þröngt er á 11. Braut
Nú er lokið að mestu lagfæringum eftir efnisflutningana í vetur. Búið er að malbika og leggja bundið slitlag á heimreiðina upp að æfingarsvæði. Einnig er búið að landmóta og tyrfa við veg á annarri braut. Lagfæringar meðfram heimreiðinni verða unnar í sumar. Næsta verkefni á vellinum er að tyrfa svæði á milli 10. og 11. brautar og eftir meistaramót verður ráðist í að skipta um jarðvegsdúk í tjörnunum á 2. og 5. braut Urriðavallar. Það verkefni mun hafa tímabundin áhrif á leik á þeim brautum og vil ég biðja ykkur um að sýna vallarstarfsmönnum fulla tillitsemi meðan á verkinu stendur, sem endranær.
Gangi ykkur vel í sumar,
Ingi Þór Hermannsson,
Formaður.