• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokahóf Meistaramóts GO 2015

Fögnum og gerum okkur glaðan dag á morgun, laugardag. Nú þegar komið er að lokum Meistaramóts er ærin ástæða til að fagna. Veðurguðinir hafa leikið við okkur og kylfingar hafa reynt sig við völlinn og sjálfan sig. Og meistarar verða krýndir, gleymum því ekki. Sumir hafa lokið leik en spennan er enn mikil í þeim flokkum sem ljúka leik á morgun.
Lokahófið er keppendum að kostnaðarlausu og makar og gestir eru velkomnir gegn vægu gjaldi eða kr. 3.200,-
Skráning í afgreiðslu 565-9092 og afgreidsla@oddur.is
Þátttakendur eru hvattir til að mæta allir sem einn og endilega taka með sér gesti.

Dagskrá:
Húsið opnar klukkan 18 með fordrykk.
„gleðistund“ verður á barnum til klukkan 19.30
Pútt og vippkeppni að vanda
19:00 Formleg setning, veislustjóri verður Brynja Valdís
19:30 Verðlaunaafhending
20:20 Fingrafæðishlaðborð að hætti Öðlings
21:30 Diskó og dans fram eftir kvöldi. Hinn geðþekki Goggi Fox mun þeyta skífum.

< Fleiri fréttir