22/07/2015
Golfklúbburinn Oddur mun í ár og á næsta ári skipta yfir í nýja æfingabolta á Lærlingi, æfingasvæði Golfklúbbsins Odds. Í byrjun vikunnar fóru í umferð 8.000 æfingaboltar frá Strata sem líka einkar vel út og hafa mælst vel fyrir á æfingasvæðinu. Næsta vor bætast svo við aðrir 8.000 boltar og verða því samtals um 20 þúsund boltar til taks á æfingasvæðinu.
Vallarstarfsmenn hafa unnið að því að sigta út þá bolta sem eru komnir til ára sinna og taka úr umferð. Ljóst er að gæði æfingaaðstöðunar á Urriðavelli eykst til muna við endurnýjun golfbolta á æfingasvæði.
Samsung og Borgun standa þétt við bakið á Golfklúbbnum Oddi við fjármögnun á nýjum æfingaboltum. Stjórnendur GO vilja þakka þessum fyrirtækjum kærlega fyrir hlýhug á þeim spennandi tímum sem eru framundan hjá Golfklúbbnum Oddi.
Nýir æfingaboltar lentu á Lærlingi í dag. Því ber að fagna með því að slá eina fötu við fyrsta tækifæri. Sérstakar þakkir fá Samsung og Borgun fyrir stuðning við kaupum á boltunum.
Posted by Golfklúbburinn Oddur on Tuesday, July 21, 2015