18/08/2015
Golfklúbburinn Oddur leitar af einstaklingum sem eru tilbúnir til að sinna sjálfboðaliðastarfi í Nýherjamótinu sem fram fer á Eimskipsmótaröðinni um næstu helgi. Um er að ræða verkefni líkt og skorskráning, ræsing, forvarsla og önnur tilfallandi verkefni.
Ekki þarf að sinna sjálfboðaliðastarfi alla helgina heldur geta allir litið við í 2-3 klukkustundir og hjálpað okkur að skapa sem besta umgjörð á mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Þeir sem hafa tök á því að taka þátt eru beðnir um að skrá þátttöku sína með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan.