02/03/2016
Golfklúbburinn Oddur tekur um þessar mundir við umsóknum kylfinga um inngöngu í klúbbinn. Golfklúbburinn Oddur hefur yfir að ráða einu glæsilegasta golfsvæði landsins og er Urriðavöllur af mörkum álitinn einn besti golfvöllur landsins, ef ekki sá besti.
Hægt er að sækja um aðild að GO inn á heimasíðu klúbbsins, www.oddur.is. Nýir félagar greiða inntökugjald sem nemur kr. 15.000. Athygli er vakin á því að með hverju inntökugjaldi fylgja þrjú flatargjöld og því getur félagi boðið vinum eða vandamönnum á Urriðavöll.
Við minnum jafnframt á hina vinsælu Ljúflingsaðild sem kostar aðeins kr. 37.000 per. starfsár. Félagar í Ljúflingsaðild eru fullgildir félagar í Golfklúbbnum Oddi með leikheimild á Ljúflingi og geta leikið á vinavöllum GO auk þess að geta leikið einn hring á hverju sumri á Urriðavelli.
Sækja um aðild í Golfklúbbinn Odd
Félagsgjöld GO 2016 | Gjald |
Einstaklingar 20-67 ára Einstaklingar 67 ára og eldri Börn og unglingar að 20 ára aldri Systkinaafsláttur: – Tvö systkini – Þrjú systkini – Fjögur systkini Inntökugjald Nýtt félagsskírteini |
103.000 75.000 31.000 ——— 42.000 53.000 64.000 15.000 500 |