07/03/2016
Um helgina var skipt um gólfefni í golfskálanum á Urriðavelli. Skipt var um parket og er óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. Um tímabæra framkvæmd var að ræða því eldra parketið var orðið gamalt og farið að láta á sjá.
Baldur Hólmsteinsson og Nikulás Jónsson stýrðu framkvæmdum ásamt Þorvaldi Þorsteinssyni framkvæmdastjóra GO. Vel tókst til og ríkir töluverð ánægja með nýja gólfefnið setur skemmtilegan blæ á okkar glæsilega klúbbhús. Gólfefnið var fengið úr Birgisson og þökkum við þeim fyrir samstarfið.
Búið er að leggja nýtt parket í golfskálanum á Urriðavelli. Útkoman er vægast sagt glæsileg. #oddur #oddurgolfclub
Posted by Golfklúbburinn Oddur on Monday, March 7, 2016