29/04/2016
Golfklúbburinn Oddur mun ásamt MP Golf standa fyrir golfleikjanámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-12 ára á golfsvæði sínu í sumar. Námskeiðin hafa verið afar vinsæl síðustu ár og taka margir framtíðarkylfingar sín fyrstu skref í námskeiðum líkt og þessum.
Á námskeiðinu er börnunum kennd grunnatriði golfíþróttarinnar. Kennslan er uppsett með æfingum og leikjum með það að markmiði að skapa ánægjulega upplifun fyrir börnin. Öll börn sem skráð eru á námskeið hjá Oddi fá Ljúflingsaðild og geta haldið áfram að spila allt sumarið.
Golfkennsla er í höndum Magnúsar Birgisson, Phill Hunter og Rögnvaldar Magnússonar ásamt aðstoðarmönnum. Boðið verður upp á þrjú námskeið í sumar sem öll fara fram í júní.
Verð á námskeiðin er 12.000 kr.-
Líkt og síðasta sumar munum við bjóða foreldum, ömmum og öfum sem eru félagar í Golfklúbbnum Oddi sérstakt tilboð á námskeiðinu eða kr. 10.000. Veittur er 20% systkinaafsláttur sem miðast við upphaflegt verð á námskeiðið.
Golfnámskeið fyrir Börn hjá Golfklúbbnum Oddi 2016:
Námskeið 1
Námskeið 2
Námskeið 3