04/05/2016
Búið er að malbika nýjan stíg sem liggur frá bílastæði golfskálans á Urriðavelli og alla leið niður að Ljúflingi. Lögð var ný vatnslögn í klúbbhúsið fyrr í vetur og var ákveðið að nýta tækifærið í kjölfarið á jarðvegsvinnu og leggja nýjan stíg niður á Ljúfling.
Stígurinn mun nýtast starfsmönnum og kylfingum vel. Jafnframt felst aukið öryggi fyrir gangandi vegfarandur og ökumenn golfbíla að nýta stíginn í stað þessa að fara eftir heimreiðinni þar sem umferð stærri ökutækja er tíð.
Hér að neðan má sjá stutt myndband frá því þegar stígurinn var lagður.