11/05/2016
Golfsumarið er farið af stað og að venju verður kvennastarfið gríðarlega öflugt sem fyrr hjá Golfklúbbnum Oddi. Kvennastarfið fer formlega af stað með Léttkvöldi Oddskvenna þann 18. maí næstkomandi.
– Kynning á sumarstarfinu 2016 –
Miðvikudaginn 18. maí kl. 20.00 í Golfskálanum á Urriðavelli
Kæru Oddskonur. Nú blásum við til sóknar, hittumst hressar og fyllum Golfskálann okkar á Urriðavelli. (Það er gott að mæta tímanlega).
Dagskrá kvennastarfsins 2016:
– Vorferð til Hveragerðis 27. maí
– Vinkvennamót sumarsins
– Fuglar og Ernir
– Meistaramót GO
– Hattar og Pils
– Lokamót GO kvenna
– Tískusýning frá Golf Company
Engin skráning – bara mæta tímanlega.
Hlökkum til að sjá ykkur allar
Kvennanefnd
Golfklúbbsins Odds
Kæru Oddskonur!
Við ætlum að spila á Gufudalsvelli í Hveragerði í okkar hefðbundnu vorferð í ár. Mæting er kl. 11.30 þann 27. maí á íþróttasvæði Þróttar í Laugardal (sama stað og áður). Á Gufudalsvelli verður ræst út af öllum teigum kl. 14.00. Það verður að sjálfsögðu mikið gaman og glens í ferðinni, eins og okkur er einum lagið.
Verð kr. 7.900,-
Innifalið er rútan fram og til baka, teiggjöf, vallargjald, aðalréttur, kaffi og kaka á eftir.
Skráning fer fram á golf.is eða með tölvupósti á engilberts@simnet.is. Munið að skrá nafn og kennitölu. Staðfestið þátttöku með greiðslu inn á reikning: 526-14-405012, kennitala: 300449-2209.
Ef einhverjar vilja EKKI far með rútunni, þá látið okkur vita, svo ekki þurfi að bíða eftir þeim sem fara á eigin bíl. – Sama verð fyrir alla.
Hlökkum til að sjá ykkur allar.
Kvennanefnd
Golfklúbbsins Odds