11/05/2016
Starfsmenn Golfklúbbsins Odds hafa undanfarna daga verið að breyta og bæta afgreiðsluna í golfskálanum á Urriðavelli. Tilgangurinn er ekki síst til að geta aukið rými undir vörur og fatnað fyrir kylfinga sem heimsækja Urriðavöll í sumar.
Nú á síðustu dögum hefur fatnaður frá FootJoy og Under Armour verið tekinn til sölu og von er á fatnaði frá Nike í endurbætta golfverslun. Þetta eru svo sannarlega góð tíðindi enda geta félagsmenn Odds nú fundið rétta golffatnaðinn á sínum heimavelli. Stefnt er að því að efla golfverslun klúbbsins ennfrekar á næstu misserum.
Í tilefni opnun endurbættrar golfverslunar er fatnaður merktur Oddi á sérstöku tilboðsverði. Veittur er 25% afsláttur af öllum fatnaði sem er merktur Golfklúbbnum Oddi. Einnig eru allir Ecco skór með 25% afslætti næstu vikur. Frábært tækifæri til að næla sér í réttu skónna fyrir sumarið.
Einnig verður ótrúlegt tilboð á Titleist NXT Tour boltum hjá okkur í sumar. Tvö dúsín + Titleist derhúfa + Titleist flatargafall koma saman í pakka og kostar aðeins kr. 11.990. Slíkt verð verður ekki hægt að finna á golfboltum í þessum gæðaflokki á landinu!
Svavar og Valdi standa vaktina með sóma í afgreiðslunni í sumar.