16/05/2016
Vallarstarfsmenn munu sanda og sá í flatir Urriðavallar næstu daga og má búast við að einhver röskun verði á leik kylfinga á meðan þeirri aðgerð stendur. Á morgun þriðjudag verður sandað í flatir 1-9 og 10-18 á miðvikudag.
Völlurinn verður ekki lokaður á meðan þessari vinnu stendur en kylfingar eru beðnir um að sýna vallarstarfsmönnum biðlund og þolinmæði.