• 1. Object
  • 2. Object

0° - N 0 m/s

585 0050

Book Tee Times

POWERADEMÓTARÖÐ GO 2016

Keppnisreglur og skilmálar

Leiknar verða fimm umferðir.
Í 1. umferð er leikin hefðbundin punktakeppni.
Í 2. umferð er leikin betri bolti.
Í 3. umferð er leikin texas scramble.
Í 4. umferð er leikin fjórmenningur.
Í 5. umferð er leikin hefðbundin punktakeppni.
Þrjú mót af fimm telja til stiga. Stig eru veitt eftir stigatöflu.

10 efstu liðin hljóta glæsileg verðlaun. Sigurpar hvers móts fær einnig verðlaun “út að borða” Einnig verða veitt nándarverðlaun á par 3 brautum í öllum mótunum fimm.
Öll verðlaun í mótinu eru afhent í sérstöku lokahófi sem ráðgert er að sé haldið að loknu lokamóti mótaraðarinnar 10. september.
Mótsnefnd mun veita verðlaun í ýmsu formi og verður t.d. í einu móti tekinn saman Draumahringur liðs þar sem besta skor liðsmanns á holu gildir og samanlagt fundið besta skor liðsins sem myndar Draumahringinn. Flestir fuglar liðs í umferð (þar sem tveir bestu leikmenn telja fyrir liðið), Flestir bogeyar liðs (þar sem tveir verstu hringir liðs telja fyrir liðið). Hressasta liðið, snyrtilegasta liðið, duglegasta liðið og hver veit hvað mótsnefnd veitir verðlaun fyrir, allar hugmyndir teknar til greina jafnvel á meðan á verðlaunaafhendingu stendur.

  • Allir kylfingar í GO með skráða forgjöf hafa keppnisrétt.
  • Hámarks leikforgjöf er gefin 36 hjá körlum og 38 hjá konum.
  • Fjöldi keppenda í hverju liði mega vera að hámarki sex.
  • Allir í liðinu mega keppa en tveir bestu telja í hverju móti.
  • Þeir tveir kylfingar sem skora best fyrir lið sitt í punktakeppni telja til stiga í heildarstigakeppninni.
  • Í liðakeppni (sem telst vera) Texas scramble, betri bolti, og
    fjórleikur gildir besta parið til stiga í heildarstigakeppninni.

Við skráningu þarf að taka fram: 
Heiti liðs, nafn fyrirliða ásamt netfangi og símanúmeri.  Fullt nafn og kennitölu keppanda þeirra sem í liðinu eru.
Skráning liða í síma 565-9092 eða á netfang  afgreidsla@oddur.is

Ræst verður út á fyrirfram ákveðnum tímum.

Mót nr.1 Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni.
Laugardaginn 21. Maí 2016

Mót nr.2 Keppnisfyrirkomulag: Betri bolti
Þriðjudagurinn 7. júní. 
Betri bolti er punktakeppni þar sem tveir leika saman í liði. Hver leikmaður spilar sínum bolta en betra skorið hjá liðinu gildir á hverri holu. Tveir leikmenn með eitt skorkort.
Veitt eru stig til liðsins eftir stigatöflu. Nándarverðlaun á öllum par 3.

Mót nr. 3 Keppnisfyrirkomulag: Texas Scramble.
Miðvikudagurinn 27. júlí.
Þegar Texas Scramble er leikið leika tveir kylfingar saman í liði. Fer leikurinn þannig fram að báðir slá högg af teig, síðan velja þeir þann bolta sem þeim þykir vera í betri stöðu og slá báðir bolta þaðan. Sá sem á þann bolta sem kylfingunum þykir lakari færir því sinn bolta að bolta félaga síns. Sá sem átti valinn bolta slær á undan og hinn á eftir. Eftir þau högg endurtekur ferlið sig allt þangað til boltinn er kominn í holuna. Lægri forgjöf kylfings í liðinu er leikforgjöfin. Veitt eru stig til liðsins eftir stigatöflu.
Nándarverðlaun á öllum par 3. 

Mót nr. 4  Keppnisfyrirkomulag: Fjórmenningur (foursome)
Mánudagurinn 29. ágúst. 
Fjórmenningur (Foursome), þar sem tveir leikmenn leika saman í liði og liðið leikur aðeins einum bolta. Leikmenn skiptast á að slá boltann og má leikmaður ekki slá tvisvar í röð. Leikmenn verða líka að skiptast á að slá af teig, leikmaður má ekki slá tvisvar í röð af teig. Forgjöf þeirra sem mynda lið er lögð saman og síðan deild í með 2. Veitt eru stig til liðsins eftir stigatöflu.

Mót nr. 5 Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni. LOKAMÓT
Laugardagurinn 10. september.
Samanlagt punktaskor tveggja punktahæstu leikmanna liðs telst vera skor liðsins í þessari keppni. Veitt eru stig til liðsins eftir stigatöflu.

Mótsstjórn skipa:
Valdimar Júlíusson formaður mótanefndar, Svavar Geir Svavarsson héraðsdómari, Laufey Sigurðardóttir héraðsdómari, Baldur Hólmsteinsson sérfræðingur
og Þórður Ingason alþjóðadómari sem er yfirdómari mótaraðarinnar.
Tökum þátt og eigum skemmtileg sumar saman.

< Fleiri fréttir