• 1. Object
  • 2. Object

2.9° - SSV 2.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Baldvin og Pétur sigruðu í ZO-ON Open

Tæplega 200 kylfingar tóku þátt í ZO-ON Iceland Open mótinu sem fram fór á Urriðavelli laugardaginn 4. júní. Óhætt er að segja að keppendur hafi verið heppnir með veður sem var eins og best er á kosið.

Keppt var í punktakeppni með forgjöf og svo í höggleik án forgjafar. Í punktakeppni var það Baldvin Agnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann hlaut 41 punkt en Vigdís Ólafsdóttir önnur með 40 punkta og Jakob Þór Haraldsson með 38 punkta.

Í höggleiknum var það Pétur Vilbergur Georgsson sem lék afar vel að á 70 höggum sem er höggi undir pari Urriðavallar. Margeir Ingi Rúnarsson varð annar á 73 höggum og Óskar Bjarni Ingason þriðji á 75 höggum.

Golfklúbburinn Oddur og ZO-ON Iceland vilja þakka öllum keppendum kærlega fyrir þátttöku í mótinu.

Verðlaun í ZO-ON Iceland Open 2016:
Punktakeppni
1.  50.000kr gjafabréf hjá ZO-ON –  Baldvin Agnarsson 41 punktur
2.
 35.000kr gjafabréf hjá ZO-ON –  Vigdís Ólafsdóttir 40 punktar
3. 
20.000kr gjafabréf hjá ZO-ON – Jakob Þór Haraldsson 38 punktar

Höggleikur
1. 
50.000kr gjafabréf hjá ZO-ON – Pétur Vilbergur Georgsson 70 högg
2. 
35.000kr gjafabréf hjá ZO-ON –  Margeir Ingi Rúnarsson 73 högg
3. 
20.000kr gjafabréf hjá ZO-ON –  Óskar Bjarni Ingason 75 högg

Önnur verðlaun
4. braut – nándarverðlaun: Helgarafnot af Benz og aðgangur að Bláa lóninu 
Andri Valsson 75 cm
8. braut  – nándarverðlaun: flugmiði fyrir einn til Evrópu – Anna Snædís Sigmundsdóttir 1,75 m
13. braut    – nándarverðlaun: Helgarafnot af Benz og aðgangur að Bláa lóninu – Guðlaugur Birkir 1,15 m
15. braut    – nándarverðlaun: flugmiði fyrir einn til Evrópu – Jóhannes Ó. Ólafsson 99 cm
18. braut    – næst holu í tveimur höggum: Tvær bensín úttektir upp á 15.000kr frá Skeljungi- Þorsteinn Guðmundsson 5,73
9. braut     – lengsta teighögg fyrir kvk – úr frá Leonard – Heiður Björk Friðbjörnsdóttir
10. braut  – lengsta teighögg fyrir kk – úr frá Leonard – Skúli Ágúst Arnarsson

< Fleiri fréttir