• 1. Object
  • 2. Object

3° - S 2.6 m/s

585 0050

Book Tee Times

GB Ferðir nýr samstarfsaðili GO

Skrifað var undir samstarfssamning á milli Golfklúbbsins Odds og GB Ferða í dag. Fyrirtækið GB Ferðir hefur verið starfandi frá árinu 2002 og hefur á undanförnum árum sérhæft sig í golf- og skíðaferðum. Fjölmargir íslenskir kylfingar hafa farið á vegum GB Ferða í golfferð til Bretlandseyja sem er helsti áfangastaður fyrirtækisins þegar kemur að golfi.

Golfklúbburinn Oddur og GB Ferðir munu standa að stórglæsilegu golfmóti þann 25. júní næstkomandi þar sem aðalverðlaunin verða draumaferð fyrir tvo á hinn sögufræga völl, Belfry í Birmingham, Englandi.

„Það er mjög ánægjulegt að hefja samstarf með Golfklúbbnum Oddi. Urriðavöllur er einn af glæsilegstu golfvöllum landsins þar sem mikið er lagt upp úr þjónustu við kylfinginn. Það rímar vel við þá gildi sem eru hávegum höfð hjá GB Ferðum,“ segir Jóhann Pétur Guðjónsson, eigandi GB Ferða.

„Ég er afar ánægður með að hafa gengið til samstarfs við GB Ferðir og hlakka til að taka á móti kylfingum í einu af glæsilegustu golfmótum ársins,“ sagði Þorvaldur Þorsteinsson að lokinni undirskrift.

GB ferðir Open fer fram á Urriðavelli þann 25. júní. Skráning í mótið hefst mánudaginn 13. júní.

Print

< Fleiri fréttir