• 1. Object
  • 2. Object

-2.2° - ANA 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Sigurður og Leifur sigruðu í Nike Midnight Open

Nike Midnight Open fór fram í fyrsta sinn á Urriðavelli í gærkvöldi. Mótið var vel sótt en tæplega 90 kylfingar tóku þátt í þessu skemmtilega miðnæturmóti. Veður hefur oft verið betra en kom ekki í veg fyrir að kylfingar skemmtu sér vel við krefjandi aðstæður.

Í höggleik án forgjafar var það Sigurður Bjarki Blumenstein sem sigraði en hann lék á 75 höggum (+4). Flott spilamennska hjá þessum unga kylfingi úr GR.

Í punktakeppni var það Leifur Kristjánsson úr GR sem sigraði en hann hlaut alls 33 punkta í mótinu. Mikil stemmning var í lok móts en dregið var úr tæplega 30 skorkortum og hlutu heppnir kylfingar Nike Starters Pack.

Úrslit í Nike Midnight Open 2016:

Höggleikur án forgjafar:
Sigurður Bjarki Blumenstein GR – 75 högg

Punktakeppni:
1. Leifur Kristjánsson GR – 33* punktar
2. Margrét Ólafsdóttir GO – 33
3. Axel Óli Sigurjónsson GO – 33
*Betri á seinni níu

Nándarverðlaun:
4. braut – Sveinbjörn Strandberg, 2,91m
8. braut – Sigurður Blumenstein, 1,68m
13. braut – Jón Júlíus Karlsson, 2,88m
15. braut – Anna María Sigurðardóttir, 2,04m

Golfkúbburinn Oddur og Nike á Íslandi þakka kærlega fyrir þátttökuna í mótinu og hlakkar til að sjá kylfinga að ári í þessu skemmtilega miðnæturmóti.

< Fleiri fréttir