26/07/2016
Í dag stendur yfir tappagötun á Urriðavelli. Verið er að tappagata flatirnar sem verða í kjölfarið sandaðar. Um er að ræða fíntappagötun og verðar flatirnar fljótar að gróa saman á ný.
Þetta er gert til að losa flatirnar við óæskilegar grastegundir og bæta gæði flatanna það sem eftir lifir sumars. Búast má við að kylfingar finni fyrir raski vegna þessa núna næstu daga en flatirnar ættu að vera komnar í frábært ásigkomulag strax eftir Verzlunarmannahelgi.