• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Grand lék best í fjórmenning

Fjórða mót sumarsins í Powerade-mótaröðinni fór fram í gær á Urriðavelli. Leikið var við fínar aðstæður og að þessu sinni var leikið með hinu stórskemmtilega leikfyrirkomulagi fjórmenning (e. foursome) þar sem tveir leikmenn leika með einum bolta.

Lið Grand stóð uppi sem sigurvegari í mótinu í gær en liðið lék á 68 höggum eða þremur höggum undir pari Urriðavallar. Nýja liðið lék á sama skori en hafnaði í öðru sæti. Sex Urriðar urðu svo í þriðja sæti.

Nú þegar eitt mót er eftir af mótaröðinni er Hi-Five í forystu með 3075 stig en þrjú bestu mótin af fimm telja til stiga. DoubleD Lakkalakk kemur í öðru sæti og Grand vann sig upp í þriðja sætið með góðum árangri í mótinu í gær.

Nándarverðlaun í fjórða móti Powerade-mótaraðarinnar:
4 braut – Sybil Gréta Kristinsdóttir –  2,5 m
8 braut – Valgerður Torfadóttir – 2,58 m
13 braut – Gunnhildur Hauksdóttir – 6,32 m
15 braut – Aldís Björg Arnardóttir – 1,99 m

Öll verðlaun sumarsins verða veitt í lokahófi mótaraðarinnar sem fram fer í Golfskálanum á Urriðavelli að loknu lokamóti sumarsins laugardaginn 3. september.

Staðan eftir fjögur mót á Powerade-mótaröðinni 2016

Screen Shot 2016-08-09 at 16.00.54

< Fleiri fréttir