15/08/2016
Golfklúbburinn Oddur sendi fjórar sveitir til keppni í Íslandsmóti golfklúbba sem fram fór um helgina. Keppt var í flokkum eldri kylfinga og í flokkum unglinga.
Sveit eldri kylfinga karla náði frábærum árangri á Húsatóftavelli í Grindavík og hafnaði í öðru sæti eftir tap í úrslitaleik gegn sterkri sveit GR. Áður hafði sveit GO unnið GA í undanúrslitum 3-2. Alls vann GO þrjá leiki í keppninni og tapaði tveimur leikjum.
Karlasveit eldri kylfinga GO skipuðu eftirfarandi:
Bragi Þorsteinn Bragason
Guðjón Steinarsson
Gunnlaugur Magnússon
Hafsteinn E. Hafsteinsson
Magnús Birgisson
Magnús Ólafsson
Vignir Sigurðsson
Þór Geirsson
Ægir Vopni Ármannsson
Kvennasveit eldri kylfinga kvenna stóð sig frábærlega í Öndverðarnesi og stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild kvenna. Þar með er ljóst að konurnar leika í efstu deild á næsta ári. Sveit GO hafði betur gegn Golfklúbbi Selfoss í úrslitaleik, 2-1.
Kvennasveit eldri kylfinga GO skipuðu eftifarandi:
Aldís Björg Arnardóttir
Anna María Sigurðardóttir
Ágústa Arna Grétarsdóttir
Hulda Hallgrímsdóttir
Jóhann Dröfn Kristinsdóttir
Golfklúbburinn Oddur sendi tvær sveitir í flokki unglinga. Í flokki 18 ára og yngri lék sveit GO á Strandarvelli á Hellu og varð sveitin í 11. sæti. GO fór í C-riðil eftir höggleikinn og hafði betur gegn Leyni í fyrri leik, 2-1 en tapaði svo fyrir GK-b í seinni leiknum.
Sveit GO 18 ára og yngri:
Brynjar Örn Grétarsson
Jón Otti Sigurjónsson
Ólöf Agnes Arnardóttir
Róbert Atli Svavarsson
Í flokki 15 ára og yngri þá stóð sveit GO sig mjög vel. Sveitin var í 10. sæti eftir höggleikinn eftir vaska framgöngu. Liðið fór í D-riðil og lék að lokum um 13. sætið gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sá leikur tapaðist og því var 14. sæti staðreynd hjá okkur ungu drengjum sem sýndu frábæra frammistöðu á köflum og geta verið stoltir af sinni spilamennsku.
Sveit GO 15 ára og yngri:
Axel Óli Sigurjónsson
Egill Úlfarsson
Ívar Andri Hannesson
Magnús Skúli Magnússon