• 1. Object
  • 2. Object

-1.9° - NA 4.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Haustmót GO þann 1. október

Haustmót GO 2016 fer fram laugardaginn 1. október á Urriðavelli ef veður leyfir. Ræst verður út á öllum teigum kl. 13:00 og fer verðlaunaafhending fram að keppni lokinni. Glæsileg verðlaun verða í boði og fer skráning fram á golf.is. Keppendur skulu mæta til leiks í síðasta lagi kl. 12:30.

Leikin verður punktakeppni með Stableford leikfyrirkomulagi og verða veitt verðlaun fyrir efstu fimm sætin í punktakeppni. Einnig verður veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik.* Nándarverðlaun á öllum par-3 brautum og veitt verðlaun fyrir lengstu teighögg. Dregið verður úr skorkortum í mótslok.

Verðlaun í Haustmóti GO 2016:

Besta skor í höggleik:
Pútter frá Cleveland + 15 þúsund króna gjafabréf í Leonard

Punktakeppni:
1. sæti: Pútter frá Cleveland & 15 þúsund króna gjafabréf í Leonard
2. sæti: 15 þúsund króna gjafabréf á Spot í Kópavogi & 10 þúsund króna gjafabréf í Leonard
3. sæti: 10 þúsund króna gjafabréf í Leonard, Boltar frá ZO-ON & FoamFlex rúlla
4. sæti: Dúsín af boltum frá Wilson Staff & Kassi af Kraft súkkulaði orskustöngum
5. sæti: Dúsín af boltum frá Wilson Staff

Nándarverðlaun:
4. braut: Ostakarfa frá MS & Boltar frá ZO-ON
8. braut: Ostakarfa frá MS & Boltar frá ZO-ON
13. braut: Handklæði og húfa frá Nike & Boltar frá ZO-ON
15. braut: Handkvæði og Húfa frá Nike & Boltar frá ZO-ON
18. braut í tveimur höggum: Skótaska frá Mercedes-Benz & Boltar frá ZO-ON

Lengsta teighögg kvenna á 9. braut: Gjafaaskja frá Mercedes-Benz & Boltar frá ZO-ON
Lengsta teighögg karla á 14. braut: Skótaska frá Mercedes-Benz & Boltar frá ZO-ON

*Kylfingar geta ekki unnið til verðlauna í bæði höggleik og punktakeppni.

Skráning í mótið er hafin á golf.is eða í síma 565-9092.

Mótsgjald er kr. 4.900

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að fresta mótinu sé þátttaka ekki næg eða veðurspá slæm.

< Fleiri fréttir