• 1. Object
  • 2. Object

-1.9° - NA 4.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Frábær þátttaka í haustmóti GO

Golfklúbburinn Oddur stóð fyrir Opnu haustmóti á Urriðavelli á laugardag, Laufin falla Open. Um 100 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór við fínar aðstæður á Urriðavelli. Það sem stendur helst upp úr mótinu er frábær leikhraði. Kylfingar voru á bilinu 4:20 – 4:30 að leika 18 holur í mótinu þrátt fyrir að ræst væri út á öllum teigum samtímis. Keppendur eiga hrós skilið fyrir góðan leikhraða í mótinu.

Keppt var í punktakeppni með forgjöf og einnig veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar. Í höggleik var það Siggeir Vilhjálmsson úr GR sem fór með sigur af hólmi en hann lék á 77 höggum.

Heimamaðurinn Skúli Ágúst Arnarson úr GO fagnaði sigri í punktakeppninni með 36 punkta. Davíð Thor Guðmundsson var annar með 35 punkta líkt og fjórir aðrir kylfingar en Davíð var með flesta punkta á seinni níu holunum vallarins.

Einnig voru veitt nándarverðlaun og einnig verðlaun fyrir lengstu teighögg á 9. og 14. braut. Í lok móts var dregið úr skorkortum.

Við hjá Golfklúbbnum Oddi viljum þakka ykkur kærlega fyrir þátttökuna í mótinu.

Úrslit í Laufin falla Open – Haustmót GO 2016:

Nándarverðlaun
4. braut Þorsteinn Reynir Þórsson 3,14m
8. braut Sigurður Óli Sumarliðason 1,44m
13. braut Sigþór Magnússon 2,2m
15. braut Leifur Kristjánsson 1,0m
18. braut Hrafnhildur Guðjónsdóttir 6,97m (í tveimur höggum)

Lengsta teighögg kvenna á 9. braut; Jakobína Hafdís Guðmundsdóttir
Lengsta teighögg karla á 14. braut: Siggeir Vilhjálmsson

Besta skor:Siggeir Vilhjálmsson  77 högg

Punktar
1. sæti Skúli Ágúst Arnarsson                   36 punktar
2. sæti Davíð Thor Guðmundsson            35 punktar 17 á seinni
3. sæti Gunnlaugur Sveinn Ólafsson        35 punktar 16 á seinni
4. sæti Þorsteinn Reynir Þórsson             35 punktar 16 á seinni
5. sæti Friðrik Kristjánsson                       35 punktar 15 á seinni

14435403_1143515039061036_376292806928245218_o

< Fleiri fréttir