09/12/2016
Aðalfundur Golfklúbbsins Odds fór fram í gærkvöld. Ingi Þór Hermannsson ákvað að stíga til hliðar sem formaður klúbbsins eftir sjö ára formannssetu. Í hans stað var kjörin Elín Hrönn Ólafsdóttir og er hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns í 23 ára sögu klúbbsins. Elín var ein í framboði og var kjörin með lófataki félagsmanna.
Elín Hrönn starfar sem markaðsstjóri hjá fyrirtækinu Vistor í Garðabæ. Hún er 45 ára gömul og hefur verið meðlimur í Golfklúbbnum Oddi um árabil. Elín Hrönn var verkefnastjóri sjálfboðaliða á Evrópumóti kvennalandsliða í sumar sem heppnaðist afar vel.
Halla Hallgrímsdóttir var við sama tækifæri kjörin í stjórn til tveggja ára og Kári Sölmundarson kjörin í varastjórn til eins árs.
Stjórn GO 2016-2017:
Elín Hrönn Ólafsdóttir, formaður
Einar Geir Jónsson
Halla Hallgrímsdóttir
Svavar Geir Svavarsson
Ágústa Arna Grétarsdóttir
Kári Sölmundarson, varamaður
Erfið fjárshagsstaða
Tap var á rekstri Golfklúbbsins Odds um 4,7 milljónir króna á sl. starfsári. Fram kom í máli Þorvaldar Þorsteinssonar að rekja megi tapreksturinn einkum til aukins launakostnaðar á árinu vegna kjarasamningshækkana sem voru fyrr á árinu og hærri en gert var ráð fyrir í áætlun.
Rekstrartekjur klúbbsins voru 169,6 milljónir króna á starfsárinu og jukust um tæpar 10 milljónir á milli ára. Rekstargjöld voru aftur á móti því sem nemur 173,6 milljónir króna. Niðurstaðan því tap um rúmar 4,7 milljónir króna á árinu að viðbættum afskriftum og vaxtagjöldum.
Fram kom í máli Inga Þórs Hermannssonar, fráfarandi formanns GO, að afar mikilvægt væri að treysta rekstrargrundvöll GO. Nefndi hann þar sérstaklega mikilvægi þess að fá meiri stuðning frá sveitarfélagi. GO er eina íþróttafélagið innan Garðabæjar sem greiðir leigu fyrir aðstöðu sína og er það þungur baggi í rekstri klúbbsins.
Kynna má sér frekar ársreikninga í Ársskýrslu GO sem má nálgast hér.
Gjaldskrá næsta árs
Stjórn GO bar upp tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir árið 2017 sem var samþykkt án athugasemda af þeim félagsmönnum sem sóttu aðalfund GO í gærkvöldi. Gjaldskránni var breytt og greiða 67 ára og eldri 80% af fullu gjaldi. 20-25 ára greiða 50% af árgjaldi og félagsmenn yngri en 20 ára greiða 30% af árgjaldi.
Gjaldskrá GO 2017:
Félagsgjöld GO 2017 | Gjald |
Félagsmenn 26-66 ára | 109.000 |
Félagsmenn 67 ára og eldri | 87.200 |
Félagsmenn 18-25 ára | 54.500 |
Börn og unglingar 17 ára og yngri | 32.700 |
——— | |
Systkinaafsláttur: | |
– Tvö systkini | 43.700 |
– Þrjú systkini | 54.700 |
– Fjögur systkini | 65.700 |
Inntökugjald | 15.000 |
Nýtt félagsskírteini | 700 |
Viðurkenningar
Á aðalfundi GO voru fjórar félagar GO heiðraðir sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins.
Hallgrímur Þorsteinsson og Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir fengu Gullmerki GO fyrir starf í þágu klúbbsins. Heiðursviðurkenningu fékk Atli Stefánsson. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, veitti Inga Þór Hermannssyni silfurmerki GSÍ fyrir starf sitt í þágu GO og golfhreyfingarinnar á Íslandi.