• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Jákvæðar horfur á Urriðavelli

Vallarstarfsmenn á Urriðavelli eru farnir að horfa með jákvæðum augum til næsta golfsumars. Er það ekki síst vegna þess að gott sem enginn klaki hefur verið á Urriðavelli í vetur. Á sama tíma í fyrra hafði verið klaki legið yfir flötum og brautum vallarins í fjórar vikur og hófst svellbrot skömmu eftir áramót.

Að sögn Tryggva Ölvers, vallarstjóra á Urriðavelli er ástæða til bjartsýni. Verði vetur mildur fram í miðjan janúar gæti jafnvel farið svo að svellbrot verði í lágmarki þetta árið. Það eru jákvæð tíðindi enda minnka líkurnar með hverjum degi að kalskemmdir verði á brautum og flötum Urriðavallar í þessu árferði.

Á myndinni hér að ofan má sjá hvernig umhorfs var á Urriðavelli í janúar síðastliðnum.

< Fleiri fréttir