Golfklúbburinn Oddur rekur golfbúð á Urriðavelli og þar bjóðum við kylfingum allar þær vörur sem alla jafna þarf til að leika golf. Við höfum haft það að markmiði að bjóða gott verð og vandaðar vörur og reynt að tryggja okkar félagsmönnum og þeim sem okkur heimsækja vörur á samkeppnishæfu verði. Við höfum boðið upp á vörur frá þekktum framleiðendum eins og Titleist, Footjoy, Ecco, Ping, 66° norður, Cutter&Buck ofl.
Við vonumst til þess að kylfingar séu duglegir að nýta sér að versla á heimavelli og við þiggjum að sjálfsögðu ábendingar um það sem betur má fara. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á afgreidsla@oddur.is og einnig er hægt að hringja í 585 – 0050.