• 1. Object
  • 2. Object

-1.9° - NA 4.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Pistill frá Elínu formanni

Tíminn er heldur betur fljótur að líða, fjórði mánuður ársins hafinn og styttist í opnun vallarins. Síðustu mánuðir hafa verið annasamir og afar ánægjulegt að fá tækifæri til að vinna fyrir klúbbinn að öllum þeim verkefnum sem þarf að sinna áður en kylfingar flykkjast að.
Ég hef verið sá kylfingur sem hef beðið við hliðið við opnun og varla leitt hugann að þeim fjölmörgu verkum sem starfsfólkir sinnir utan anna tíma. Starfsfólkið á hrós skilið fyrir sín störf í þágu klúbbsins. Völlurinn okkar kemur mjög vel undan vetri og mun án efa skarta sínu fegursta á komandi sumri. Líf er að aukast í kringum klúbbhúsið, kylfingar farnir að ganga völlinn, laga til sveifluna og telja niður að fyrsta teighöggi.

Meðal verkefna sem unnið hefur verið að í vetur má nefna undirbúningsvinnu vegna byggingar vélageymslu, klúbbhúsið málað að innan og aðbúnaður og öryggi aukið við teiga 46/49 á 9. braut. Undirbúningsvinna er einnig hafinn við nýja borholu, unnið að því fá umhverfisvottun ásamt því að halda áfram þeirri vinnu sem þarf vegna fyrirhugaðrar stækkunar vallarins.

Kvennanefndin hefur staðið sig vel sem endra nær, vel var mætt á púttmótaröð sem fór fram á laugardagsmorgnum í húsnæði GKG uppí Kór og sigurvegari var krýndur á hinu margrómaða kvennakvöldi sem haldið var fyrir fullu húsi Oddskvenna um miðjan mars. Við erum afar stolt af starfi og áhuga kvennanefndar til að viðhalda góðum félagsanda meðal kvenna í klúbbnum.

Eins og fyrr segir þá er undirbúningur vallarins í fullum gangi, byrjað er sanda og valta flatir líkt og kom fram á vefsíðu Odds og á samfélagsmiðlum. Við það myndbrot hrifust golfhjörtu margra og æfingarsvæðið fylltist af félagsmönnum. Nú þýðir ekkert annað en að vera þolinmóður og vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir á lokametrunum svo við náum að að opna völlinn sem fyrst og gleðjast saman.

Að endingu óska ég ykkur öllum gleðilegra páska og gleðilegs sumars sem er rétt handan við hornið, ég hlakka til komandi sumars með ykkur.

 

Með golfkveðju,

Elín Hrönn Ólafsdóttir

< Fleiri fréttir