• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Félagsstarf

Það er vissulega stór þáttur í starfi íþróttafélags að halda uppi félagsstarfi fyrir félagsmenn. Í golfklúbbnum Oddi er lögð áhersla á gott sumarstarf sem saman stendur af mótahaldi og skemmtanahaldi í kringum innanfélagsmót eins og meistaramót, bændaglímu og lokamót mótaraða og félagsstarfs. Aðstaða til íþróttastarfs er til fyrirmyndar á vallarsvæði Golfklúbbsins Odds þar sem kylfingar geta nýtt tvo golfvelli, góðar púttflatir og æfingasvæði fyrir stutta spilið ásamt því að æfingabásar á Lærlingi standa kylfingum opnir allt árið. 

Stefna félagsnefndar er að bæta félagsstarfið yfir vetrartímann og því er það starf í þróun. Á árinu 2018 er stefnt að því að koma lífi í golfskálann og setja upp púttaðstöðu innanhúss. Í kjölfar þess færist púttmótaröð kvennanefndar á heimaslóðir, gönguhópur GO mun svo hefja reglulegar gönguferðir frá golfskála á laugardögum klukkan 11:00 og fleiri viðburðir ættu að líta dagsins ljós þegar líf er komið í húsið.

Á dagskrá golfvetrarins 2018 eru eftirfarandi viðburðir: 

Púttmótaröð kvennanefndar hefst laugardaginn 13. janúar, húsið opnar 9:30 og áætlað að ljúka hverju móti um 11:00

Gönguhópur GO byrjar laugardaginn 13. janúar klukkan 11:00 og gengið verður alla laugardaga á sama tíma. Nánari upplýsingar á facebook síðu gönguhópsins Síða gönguhópsins á facebook