01/07/2017
Úrval útsýn hélt hjá okkur stórglæsilegt miðnæturgolfmót þann 24. júní sem heppnaðist einstaklega vel, meðal keppenda í mótinu var eigandi Plantio golfsvæðisins sem Úrval Útsýn er með ferðir til og var hann einstaklega ánægður með golfvöllinn okkar og alla umgjörð í mótinu. Úrval Útsýn vill bjóða félagsmönnum upp á tilboð í golfferð á El Plantio í haust. Tilboðið rennur út 15. júlí og því er um að gera að bregðast skjótt við.
Á El Plantio eru tveir golfvellir, einn 18 holu völlur og einn 9 holu par 3 holu völlur. 18 holu völlurinn er 6010 metrar af gulum teigum og 5350 metrar af þeim rauðu. Spilað er golf á komu og brottfarardögum þegar tími gefst.
Farþegar Úrval Útsýn hafa allt innifalið, þ.e. ótakmarkað golf og allan mat og drykk (innlendir drykkir). Gist er í flottri fjögurra stjörnu íbúðagistingu þar sem tveggja til þriggja svefnherbergja íbúðir eru í boði með tveim baðherbergjum. Í hverri íbúð er fullbúið eldhús, uppþvottavél, þvottavél, þurrkari, öryggishólf, tvö plasma sjónvörp og þráðlaus internettenging.
Tveir fararstjórar eru á svæðinu, hann Magnús Margeirsson og Júlíus Hallgrímsson sem hafa báðir verið þarna í mörg ár og þekkja svæðið mjög vel. Júlíus býður upp á golfkennslu (gegn gjaldi) og er hægt að bóka það hjá honum þegar út er komið.
Einnig viljum við benda á Úrvalsgolfara ferðina okkar frá 17—31 október fyrir kylfinga 50 ára og eldri.
Fyrir félagsmenn viljum við bjóða upp á 5.000 kr bókunarafslátt á mann til 15. júlí. Allar bókanir sendast á tinna@uu.is – við sérsníðum líka ferðir fyrir hópa!
Frá 144.900 kr á mann í 4 nátta ferðir
Frá 194.900 kr á mann fyrir 7 nátta ferðir
Frá 234.900 kr á mann fyrir 10 nátta ferðir
Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á http://www.uu.is/golf