18/07/2017
Ágætu Oddskonur, þá er komið að glens- og grínmóti sumarsins.
Fimmtudaginn 27. Júlí.
Mæting í skála kl. 16:30 og ræst út á Ljúflingi kl. 17:00, þar sem teiggjafir verða afhentar við ræsingu.
Í ár ætlum við að breyta svolitið til og verður þema mótsins Litríkar og Skrautlegar.
Þá blöndum við saman sem litríkustum fatnaði og/eða skreytum okkur á annann hátt.
Allur klæðnaður leyfður – látið hugmyndaflugið ráða för.
Fyrirkomulag mótsins verður þannig:
Spilaðar verða 9 holur á Ljúflingi.
Leikinn höggleikur án forgjafar.
Aðeins leyfðar tvær kylfur að eigin vali.
Veitt verða verðlaun fyrir hin ýmsu afrek m.a. fyrir 3 bestu skorin, auk lengsta teighöggs á 1 braut, þar sem upphafshögg skal slegið með PÚTTER (það verða pútterar á staðnum til afnota ef konur hafa ekki valið þá til að spila með í upphafi). Nándarverðlaun á 4 braut og 6 braut (þarf ekki að vera inná flöt).
Vippkeppnin mun fara fram milli 1. og 9. brautar og dregin verður út verðlaunahafi úr þeirri keppni.
Veitingabíllinn verður að sjálfsögðu á ferðinni og mun bjóða uppá „Orkudrykki“ til að halda konum hraustum á meðan spilað er. Eftir mót munu konur koma saman í Golfskálanum og fá sér hressingu.
Verð kr. 2.500,-
Innifalið er: 9 holur á ljúflingi, teiggjöf, hressing á teig og meðan á móti stendur og matarmikil súpa, ásamt glasi af víni í skála eftir mót.
Mælum með að taka vinkonurnar með (sérstaklega ef þær hafa ekki spilað golf), því hér gefst tækifæri að kynnast þessari skemmtilegu íþrótt frá nýju sjónarhorni. Konur með Ljúflingsaðils í Oddi eru sérstaklega velkomnar á sinn heimavöll.
Skráning með tölvupósti á engilberts@simnet.is fyrir 27. júlí og staðfestið þátttöku með greiðslu inn á reikning 526-14-405012, kt. 3004492209.
Hlökkum til að sjá ykkur allar,
Kvennanefnd Golfklúbbsins Odds.