22/08/2017
Lokamót sumarsins á Powerade-mótaröðinni og lokahóf og verðlaunaafhending fyrir mót sumarsins fer fram laugardaginn 2. september. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 12:30 sem er nýlunda í þessari keppni og því ætti dagurinn að geta verið spennandi og skemmtilegur. Staða efstu liða er jöfn og spennandi og mörg lið sem geta komið sér í stöðu á topp 10 listanum og þar með nælt sér í verðlaun.
Mót nr. 5 Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni. LOKAMÓT með lokahófi um kvöldið.
Samanlagt punktaskor tveggja punktahæstu leikmanna liðs telst vera skor liðsins í þessari keppni. Veitt eru stig til liðsins eftir stigatöflu.
ATH. – Að aðeins mega tveir kylfingar úr sama liði skrái sig saman í ráshóp.
Mótanefnd mun raða í ráshópa ef með þarf.
Dregið verður um á hvaða teigum hver ráshópur byrjar með þeirri undantekningu að kylfingum á bílum verður raðað á teiga.