04/09/2017
Liðið Hæg breytileg átt er sigurvegari í liðakeppni GO “powerademótaröðinni” árið 2017. Hörð keppni var á lokadegi síðasta Laugardag og fyrir mótið voru efstu 7 liðin í baráttu um 1. sætið. Alls voru það 24 lið sem tóku þátt í sumar, flest liðin náðu þremur til 5 mótum en þrjú mót telja til stiga. Í liðinu Hæg breytileg átt voru þeir Þorbjörn Þórðarson, Halldór Reynir Halldórsson, Þorsteinn Einarsson, Vilberg Grímur Helgason, Gunnar Ólafur Bjarnason og Kristinn Bjarnason.
Hér er lokastaðan: Lokastaða Powerade
Liðið Hæg breytileg átt er sigurvegari Powerademótsins árið 2017
Liðið Komáóvart endaði í 2. sæti
Fyrirsæturnar enduðu í 3.sæti.