18/09/2017
Hingað á Urriðavöll komu margir af landsins bestu kylfingum um nýliðna helgi þar keppt var á Honda Classic-mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Golfkúbbnum Keili, sigruðu á mótinu en um var að ræða annað mót keppnistímabilsins 2017-18. Veðrið lék ekki við keppendur þessa keppnisdaga og úr varð að umferð tvö var aflýst og léku keppendur því einungis tvo keppnishringi.
Axel lék hringina tvo þremur höggum betur en Andri Þór Björnsson úr GR. Axel, sem er núverandi Íslandsmeistari, lék á 5 höggum yfir pari samtals við erfiðar aðstæður á tveimur keppnishringjum á Urriðavelli. Andri Þór gerði harða atlögu að efsta sætinu á lokahringnum en Axel stóðst álagið og landaði nokkuð öruggum sigri.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sigraði á öðru móti sínu í röð á Eimskipsmótaröðinni í golfi á yfirstandandi keppnistímabili. Auk sigursins í dag vann Guðrún Brá einnig Bose-mótið á Jaðarsvelli sem fram fór á Akureyri fyrir tveimur vikum.
Við í Golfklúbbnum Oddi áttum keppenda í kvennaflokki þar sem Hrafnhildur Guðjónsdóttir lék undir merkjum GO og stóð hún sig vel og hafnaði í 6-7. sæti.
Lokastaða efstu kylfinga í kvennaflokki:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (76-75) 151 högg +9
2. Saga Traustadóttir, GR (82-76) 158 högg +16
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (79 -81) 160 högg +18
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (84- 78) 162 högg +20
5. Berglind Björnsdóttir, GR (84-85) 169 högg +27
6.-7. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (85-88) 173 högg +31
6.-7. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, GO (85-88) 173 +31
Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:
1. Axel Bóasson, GK (74-73) 147 högg +5
2. Andri Þór Björnsson, GR (79-71) 150 högg +8
3. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-78) 152 högg +10
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (79-75) 154 högg +12
5. Vikar Jónasson, GK (79-76) 155 högg +13
6. Böðvar Bragi Pálsson, GR (83-73) 156 högg +14
7. Andri Már Óskarsson, GHR (79-78) 157 högg +15
8. Hákon Harðarson, GR (85- 75) 160 högg +18
9. Henning Darri Þórðarson, GK (84-78) 162 högg +20
10. Haukur Már Ólafsson, GKG (82-83) 165 högg +23
Við þökkum keppendum fyrir komuna og öðrum sem okkur heimsóttu á meðan á mótinu stóð. Sjálfboðaliðar fá einnig þakkir fyrir unnin störf og við vonandi getum tekið á móti okkar bestu kylfingum síðar svo þeir fái að kljást við völlinn við kjöraðstæður.