05/12/2017
Sú breyting var gerð á lögum klúbbsins í fyrra að tilkynna skal um framboð til stjórnar tveimur vikum fyrir aðalfund. Kjörnefnd auglýsti eftir framboðum og er skemmst frá því að segja að jafnmörg framboð bárust í þau embætti sem í boði voru fyrir lok framboðsfrests. Hér fyrir neðan er hægt að kynna sér frambjóðendur til stjórnar GO tímabilið 2017-2018.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður í golfskálanum fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 20:00.
Eftirtaldir eru því í kjöri á aðalfundinum;
Til formanns: Elín Hrönn Ólafsdóttir , 46 ára hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri og starfar sem markaðstjóri hjá Vistor. Hún hefur verið formaður okkar í eitt ár.
Til stjórnar til tveggja ára: Einar Geir Jónsson, 43 ára viðskiptafræðingur. Hann starfar sem forstöðumaður hjá Íslandspósti og hefur verið í stjórn GO frá 2013.
Til stjórnar til tveggja ára: Kári Sölmundarsson, 47 ára og lærður stýrimaður. Hann starfar sem framkvæmdastjóri í sjávarútvegi Hann var kosinn í varastjórn GO í fyrra.
Til stjórnar í eitt ár: Berglind Rut Hilmarsdóttir, 44 ára lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Hún kemur ný inn í stjórn.
Til varastjórnar í eitt ár: Auðunn Örn Gylfason, 26 ára nemi í íþróttafræðum við HR og knattspyrnuþjálfari. Hann kemur nýr inn í stjórn.
Eftirfarandi stjórnarmaður situr áfram í stjórn
Halla Hallgrímsdóttir var kosin í stjórn á síðasta aðalfundi til tveggja ára þannig að hún er sú eina sem er ekki í kjöri nú. Halla er 49 ára viðskiptafræðingur og MBA og starfar sem hótelstjóri ION á Nesjavöllum
Úr stjórn
Ágústa Arna Grétarsdóttir
Kjörnefnd GO