Við viljum að nýjum félögum í Golfklúbbnum Oddi líði vel hjá okkur.
Á vorin stendur nýliðum hvort sem þeir eru alveg nýjir á sviði golfsins eða telja sig nokkuð vana til boða að sækja nýliðanámskeið Golf Akademíu Odds gegn hóflegu gjaldi. Þeir sem eru nýjir og óvanir eru sérstaklega hvattir til þess að sækja námskeiðið. Á vorin bjóðum við nánst án undantekninga einnig upp á golfreglunámskeið sem er opið öllum en þar fer vanur golfdómari yfir þær helstu reglur sem við þurfum að kunna þegar við leikum golf.
Ef ástæða þykir til bjóðum við sérstaklega til kynningar á starfi klúbbsins fyrir nýja félaga eða komum þannig kynningu inn í annað félagsstarf.
Félagsstarf í golfklúbbnum líflegt og fjölbreytt og þar hvetjum við alla til að taka þátt. Mótahald í golfklúbbi er vissulega stór hluti af félagsstarfi á hverju ári og við reynum að haga mótahaldi þannig að öllum sé kleift að taka þátt og finna sig þannig sem hluta af félagslegri heild. Konur í golfklúbbnum Oddi eru sjálfar með sérstakt félagsstarf í gangi sem ætlað er þeim og hægt er að skoða það hér á facebook síðu þeirra sem reglulega kynnir helstu viðburði.m
Við reynum að færa fréttir inn reglulega á okkar heimasíðu og einnig er alltaf hægt að sjá viðburði á facebook síðu GO. Alltaf er svo velkomið að hafa samband við skrifstofu GO ef einhverjar spurningar vakna.