Kæru golfvinkonur, TAKIÐ FRÁ 30. JÚLÍ!! Þriðjudagur.
Loksins hefur okkur tekist að finna nýja dagsetningu fyrir Texas Scramble mótið, (Vorferð Oddskvenna) á Hólmsvelli, Golfklúbbi Suðurnesja. Rúmlega 50 konur eru nú þegar skráðar til leiks. Enn er pláss fyrir fleiri konur að taka þátt.
Mæting er kl. 9:30 fyrir utan Sporthúsið í Kópavogi og rútan leggur af stað kl. 10:00.
Áríðandi er að láta okkur í nefndinni vita ef þið ætlið ekki að taka rútuna.
Mótið er 4ra manna Texas Scramble og hollin verða tilkynnt þegar við mætum á staðinn.
Rástími er kl. 12:00 og ræst út á öllum teigum samtímis. Eftir golfið eigum við góða stund saman og í matinn verður kjúklingaréttur með mangó og grænu karrý. Hrásalat, karftöflusalat og steikt grænmeti.
Verðlaun verða veitt fyrir 1.,2. og 3. sæti í Texas mótinu, nándarverðlaun á par 3 brautum og dregið verður úr skorkortum.
Brottför í bæinn er áætluð í síðasta lagi um kl. 20:00 og áfangastaður er Sporthúsið, áætlaður komutími þangað er í kringum kl. 20:45.
Þær konur sem þegar voru skráðar í vorferðina, halda sinni skráningu og mun hún gilda í þetta mót. Þær sem sjá sér ekki fært um að spila á nýrri dagsetningu 30. júlí, fá endurgreitt og þurfa að senda póst á oddskonur@gmail.com
Skráning opnar þriðjudag 27. júní kl. 13:00 og lýkur föstudag 26. júlí kl. 18:00.
Skráning fer fram á golf.is – Mótaskrá – Opin mót- Golfklúbbur Suðurnesja- GS Hólmsvöllur – Vorferð Oddskvenna.
Mótsgjald er 14.000- vinsamlega millifærið á kennitölu 611293-2599 banki 0133-15-004212
Innifalið er rúta fram og tilbaka, vallargjald ásamt kvöldverði og verðlaunum.
Hlýjar kveðjur, kvennanefndin
söfnunin í kassann í anddyrinu verður á sínum stað og reglulega
dregnar út af handahófi FUGLAPRINSESSUR í sumar.
FUGLADROTTNING er dregin út á lokahófi