01/10/2018
Nú eru okkar vallarstarfsmenn að hefjast handa við loka haustverkin. Búið er að gata teiga og næst er að fara í götun á flötum sem hefst í dag 1. október og sú vinna verður í gangi út þessa viku. Um er að ræða nokkuð grófa götun og er tilgangurinn að lofta um í flötunum til að þær haldist þurrari yfir vetratímann. Eftir völtun og slátt að lokinn götun þá munu kylfingar finna eitthvað fyrir þessu við sinn golfleik.
Við erum einnig að taka af vatnsþrýsting á vallarsvæðinu sem þýðir að við lokum salernum á vellinum frá og með 1. október. Hægt verður að sækja almenna þjónustu í skála frá 9 – 18, veitingasalan hefur formlega lokað sinni starfssemi en við reynum að bjarga kaffibolla og selja úr kæli ef hægt er meðan birgir endast.
Tímasetning á lokun er ekki alveg ákveðin en miðað við langtíma veðurspá þá eru ekki margir dagar góðir í kortunum. Það mun því ráðast algjörlega á veðri og vindum og öruggt að skálinn lokar 8. október og þá fram til 19. október á meðan afmælisgolfferð okkar á LUMINE GOLF fer fram. Komi góðir dagar þar á milli þá auglýsum við sérstaklega hvernig við tæklum það ef völlurinn er ennþá opinn.