- Par 4
- Forgjöf 9
58 315
54 315
49 249
46 249
Tiltölulega stutt upphafshögg á 100 metrana og þá er skemmtilegt innáhögg eftir inn á stóra flöt sem hallar á móti manni. Hægt er að reyna við flötina í upphafshögginu en svolítið snúið. Hætturnar liggja í skóginum hægra megin við flötina og þykkum karga og hrauni vinstra megin við hana. Það er vont að stjórna lengdinni í vippinu upp úr þykkum karganum. Lengdarstjórnun er lykilatriði í öðru högginu og gott að eiga pútt upp í móti fyrir fugli.