• 1. Object
  • 2. Object

-3.3° - ANA 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Staða og úrslit eftir þriðja mótsdag í Meistaramóti GO

Fyrstu keppnisdagar meistaramóts GO hafa verið frábærir og veðrið hefur leikið við keppendur að stærstum hluta en eftir hitabylgju helgarinnar kólnaði aðeins á þriðja degi en við vonum svo sannarlega að veðurguðirnir haldi áfram að vera okkur hliðhollir.

Mótið er flokkaskipt og hófu efstu forgjafaflokkar og hópar eldri kylfinga 50 ára og eldri keppni á laugardag og sunnudag og nú hafa nokkrir flokkar lokið leik og hægt að sjá úrslit úr þeim flokkum hér fyrir neðan. Aðrir keppendur klára svo næstu daga ásamt því að á miðvikudag byrja svo efstu flokkar karla og kvenna sína keppni.

Í flokki 50 + ( 0- 15,0 í forgjöf ) í höggleik léku 6 keppendur og með frábærum hring á lokadegi þar sem Þór Geirsson lék á 80 höggum hafði hann sigur í flokknum með tveimur höggum betra skori en næsti maður.


1. sæti Þór Geirsson                                83 – 89 – 80       samtals 252 högg
2. sæti Ragnar Gíslason                          82 – 87 – 85      samtals 254 högg
3. sæti Stefán Sigfús Stefánsson           86 – 87 – 85      samtals 258 högg

Í flokki 50 + (15,1 – 25,0 í forgjöf) í höggleik léku 5 keppendur og þar lagði Pétur Konráð Hlöðversson niður góðann grunn í frábæru veðri um helgina þegar hann lék á 89 og 90 höggum og sigldi svo sigrinum heim á lokadegi.

1. sæti Pétur Konráð Hlöðversson    89 – 90 – 101                  samtals 280 högg
2. sæti Ragnar Heiðar Harðarson    103 – 97 – 94                 samtals 294 högg
3. sæti Óskar Úlfar Kristófersson     106 – 107 – 109            samtals 322 högg

Í keppni karla 50 – 64 ára var mikil keppni þar sem Friðrik Kristjánsson náði að halda góðu jafnvægi í spilamennsku sinni og kom í hús með 89 punkta á þremur dögum, Páll Kolka endaði í öðru sæti og eftir skrifstofubráðabana með betra skor (einum punkti betri) á síðustu 6 holum vallarins á lokadegi náði Ingi Kristinn Magnússon að hafa betur en Frosti Sigurjónsson en þeir enduðu báðir á samanlagt 85 punktum í þriðja sæti.

1. sæti Friðrik Kristjánsson            31 – 28 – 30      samtals 89 punktar
2. sæti Páll Kolka Ísberg   26 – 32 – 28     samtals 86 punktar
3. sæti Ingi Kristinn Magnússon           29 – 25 – 31      samtals 85 punktar*
*betra skor á síðustu 6 holum á lokadegi ( 13 punktar)

Í 5. flokki karla var frábær þáttaka og alls 14 keppendur sem kláruðu hringina þrjá með glæsibrag. Ólafur Sigurðsson lék best allra keppenda og sigraði með nokkrum yfirburðum á 107 punktum en næsti keppandi kom í hús á 94 punktum.

1. sæti Ólafur Sigurðsson                        36 – 36 – 35      samtals 107 punktar
2. sæti Guðmundur R. Guðmundsson   29 – 38 – 27      samtals 94 punktar
3. sæti Karvel Þorsteinsson                   25 – 36 – 28      samtals 89 punktar

Í 4. flokki kvenna átti Birgitta Ösp Einarsdóttir frábært mót en hún spilaði sig töluvert niður í forgjöf með yfir 40 punkta að meðaltali á hring. Guðrún Halldóra átti frábæran lokadag og kom sér upp í annað sætið með 40 punkta hring og Lilja Fossdal sigldi rólega inn í þriðja sætið.

1. sæti Birgitta Ösp Einarsdóttir            42 – 42 – 38      samtals 122 punktar
2. sæti Guðrún Halldóra Gestsdóttir   32 – 29 – 40     samtals 101 punktar
3. sæti Þorgerður Lilja Fossdal              26 – 36 – 32      samtals 94 punktar

< Fleiri fréttir