• 1. Object
  • 2. Object

-4.8° - NA 1.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokahóf meistaramóts 2019

Það verður rífandi stemming á lokahófinu okkar og snillingarnir á Öðlingi mathúsi með meistarakokkana Hinrik og Viktor í fararbroddi og svo ekki sé minnst á þeirra frábæru starfsmenn sem þjónustað hafa okkur með bros á vör í sumar lofa algjörri bombu eða eins og Bubbi segir B O B U.

Við ætlum okkur að eiga skemmtilegt kvöld og til að keyra stemminguna í gang verður “HAPPY HOURS” á Öðlingi Mathúsi frá 15:00 – 19:00 þar sem boðið verður upp á léttvínsglas á 700 kr og stóran á dælu á 700 kr.

Dagskrá kvöldsins ætti að vera svona ef allt gengur eftir:
14:00 Síðasti ráshópur dagsins fer af stað.
15:00 – 19:00 “Happy hours” á Öðlingi Mathúsi
18:00 Húsið opnar, áhorfendur velkomnir fyrr að fylgjast með lokahollum.
19:00 Formleg setning lokahófs
19:30 Verðlaunaafhending, leikhópar sem byrjuðu keppni 6.- 9. júlí
20:00 Verðlaunaafhending, leikhópar sem hófu leik 10. júlí
20:30 Pinna matarveisla að hætti LUX veitinga þar sem snillingarnir Hinrik og Viktor töfra fram veislupinna sem hæfa Kóngafólki.
21:30 Skemmtiatriði – Andri Ívarsson uppistandari flytur gamanmál og heldur uppi stemmingu í salnum.
22:00 – og þangað til síðasti maður fer úr húsi verður dansað og spjallað um öll góðu höggin, slæmu höggin og öll stóru EFIN í golfinu sem allir þekkja.

Veislustjóri kvöldsins verður okkar eini sanni formaður mótanefndar Valdimar Lárus Júlíusson og það eina sem hann biður um er hljóð á meðan hann tilkynnir sigurvegara í verðlaunaafhendingu og að öðru leiti eiga gestir að hafa gaman fram á rauða nótt.

Hér fyrir neðan má sjá glæsilegan matseðil þeirra LUX manna og nokkrar myndir sem fréttaritari tók í lítilli veislu hér í vor, ég staðfesti að það var frekar gott.

matseðill-13-julí-Meistaram´t-GO18411


< Fleiri fréttir